Kaupfélag Skagfirðinga (KS) velti nam um 30 milljörðum króna í fyrra samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Hagnaður fyrirtækisins nam 1,8 milljarði. Aðalfundur fyrirtækisins verður haldinn um miðjan mánuðinn.

Í fyrra nam hagnaður KS 2,1 milljarði króna. Frá árinu 2011 til 2015 nemur samanlagður hagnaður fyrirtækisins 10,4 milljörðum króna. KS er umsvifamikið fyrirtæki, sem rekur meðal annars mjólkursamlag, kjötafurðastöð og verslanir. Stærsta eign KS er FISK-Seafood sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. FISK-Seafood á, ásamt Samherja, stóran hlut í hlut í Olís. Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri KS.