Tæplega 11 þúsund framteljendur greiða hátekjuskatt, tekjuskatt í efsta þrepi, sem nemur samtals 2,7 milljörðum króna til viðbótar við það sem greitt er í neðri þrepum.

Laun yfir 680.550 teljast því sem hátekjur en af árslaunum yfir 8.166.600 þarf að greiða 31,8% skatt til viðbótar við skattinn í neðri þrepum.

Almennur tekjuskattar nam 107,1 milljörðum króna og var lagður á 156 þúsund framteljendur. Álagningin hefur aukist um 6,5% milli ára og fjöldi gjaldenda um 3,1%.

Þetta er í annað sinn sem tekjuskattur er lagður á í þremur þrepum. 136 þúsund framteljendur greiða skatt í miðþrepi sem er 87% þeirra sem greiða skatt. Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.