Fyrirtækið Verne Global, sem rekur gagnaverið á Ásbrú, hefur lokið við hlutafjáraukningu sem nemur 98 milljónum Bandaríkjadala eða 13 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Fyrirtækið hyggst nota nýja hlutaféð til þess að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Einnig gerir fjámögnunin það að verkum að fyrirtækið getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum.

SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða nýr inn í hluthafahóp félagsins. Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna tóku einnig þátt í hlutafjárhækkuninni.