Raunávöxtun samtryggingardeildar Íslenska lífeyrissjóðsins nam 11,6% árið 2015. Þá var raunávöxtun stærstu séreignarleiðar sjóðsins, Líf I, 14,7%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum.

Hrein eign til greiðslu lífeyris var 54,8 milljarðar kr., í lok árs 2015 og hafði vaxið um 9,6 milljarða kr. frá fyrra ári en það samsvarar 21,2% vexti á árinu. Frá árinu 2008 hefur hrein eign til greiðslu lífeyris hækkað um 27,9 milljarða kr. eða um 103%.

Í lok árs 2015 voru sjóðfélagar yfir 30 þúsund talsins. Virkum greiðendum til sjóðsins fjölgaði um 8% á árinu. Lífeyrisgreiðslur á árinu 2015 námu 711 milljónum kr. samanborið við 1,7 milljarða kr. árið 2014. Frá árinu 2009 hefur sjóðurinn greitt sjóðfélögum sínum 10,6 milljarða