Tólf manns hefur verið sagt upp störfum hjá 365 miðlum. Af þeim voru níu karlar og þrjár konur. Störfuðu þá flestir á sviði dagskrárgerðar, sem Jón Gnarr stýrir.

Sævar Freyr Þráinsson, framkvæmdastjóri 365, segir uppsagnirnar í tengslum við skipulagsbreytingar á dagskrárgerðarsviðinu.

Sjónvarp og útvarp 365 miðla heyra undir dagskrársviðið, en Sævar segir að Jón - sem er nýlega ráðinn til framkvæmdastjórastöðu innan sviðsins - hafi nýja sýn á hlutina.

Í frétt mbl.is segir að Ásgeir Erlendsson, sem hefur starfað við fréttaskýringaþáttinn Ísland í dag, og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir hafi verið meðal þeirra sem sagt var upp.