*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 18. apríl 2018 08:46

1,3 milljarða afgangur á Reykjanesi

Aldrei hefur verið meiri rekstrarafgangur í Reykjanesbæ, en heildarskuldbindingarnar nema um 44 milljörðum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Rekstrarafgangur Reykjanesbæjar hefur aldrei verið meiri, en hann nam á síðasta ári 1.222 milljónum króna fyrir A-hluta bæjarsjóðs en samstæðureikningur A- og B- hluta nam 1.321 milljón. Náði bæjarfélagið þessu með því að halda nýjum framkvæmdum í lágmarki ásamt því að draga úr fjárstreymi frá A hluta til B hluta, en stofnanir þess eiga að verða sjálfbærar.

Þetta kemur fram í ársreikningi bæjarins fyrir árið 2017 sem var lagður fram í gær. Þar kemur fram að útsvarstekjur bæjarins aukast verulega á milli ára m.a. vegna aukins íbúafjölda, skuldir og skuldbindingar lækka lítillega að því er segir í fréttatilkynningu.

Heldarskuldir um 29 milljarðar fyrir A hluta

Samkvæmt rekstrarreikningi A-hluta bæjarsjóðs nam afgangur af rekstri 1.222 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 2.203 milljónum króna. Eigið fé bæjarsjóðs í árslok 2017 nam 5.079 milljónum króna og er eiginfjárhlutfallið 14,97%.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 8.749 milljónum króna, skammtímaskuldir 5.688 milljónum króna og veltufjárhlutfall 1,54. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs nema 28.850 milljónum króna og er skuldaviðmið 163,38%.

A og B hluti bera 44 milljarða skuldbindingar

Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðu A og B hluta nam hagnaður af rekstri 1.321 milljón króna. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 3.781 milljón króna. Eigið fé samstæðu A og B hluta í árslok 2017 nam 14.202 milljónum króna og er eiginfjárhlutfallið 24,41%.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 7.086 milljónum króna, skammtímaskuldir 7.899 milljónum króna og veltufjárhlutfall 0,9. Heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu A og B hluta nema 43.972 milljónum króna og lækka á milli ára. Skuldaviðmið fer úr 208,5% í 189,55%.

Stefna undir skuldaviðmið árið 2022

Bæjarráð og bæjarstjórn Reykjanesbæjar létu gera óháða fjárhagslega úttekt á rekstri bæjarins á árinu 2014. Afrakstur þeirrar vinnu kallast Sóknin og felur í sér fjóra þætti; í fyrsta lagi að auka framlegð í rekstri A-hluta, í öðru lagi að halda fjárfestingum í nýjum innviðum í lágmarki, í þriðja lagi að endurskipuleggja efnahag sveitarfélagsins og í fjórða lagi að stöðva fjárstreymi frá A-hluta yfir í B-hluta og gera B-hluta stofnanir og fyrirtæki sjálfbær.

Á árinu 2017 náðust samningar við kröfuhafa Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um endurskipulagningu efnahags. Reykjanesbær tók lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2017 sem nýtt var til að greiða upp langtímaskuldir hafnarinnar fyrir utan skuld hennar við Lánasjóð sveitarfélaga.

Því til viðbótar nýtti Reykjanesbær nokkur hundruð milljónir af handbæru fé til að ljúka uppgjöri við kröfuhafa hafnarinnar. Í aðlögunaráætlun fyrir árin 2017 til 2022 er gert ráð fyrir að sveitarfélagið nái undir 150% skuldaviðmið fyrir árslok 2022.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim