*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 10. september 2018 08:33

1,3 milljarður ferðaðist milli landa

Heildarfjöldi millilandaferða í heiminum hefur aldrei verið meiri. Ferðaþjónusta velti samtals 180 þúsund milljörðum króna.

Ritstjórn
Mest hlutfallsleg fjölgun ferðamanna var í Evrópu og Afríku.
Haraldur Guðjónsson

Rúmlega 1,3 milljarður manns ferðaðist milli landa í fyrra, 7% fleiri en árið áður, og fleiri en nokkru sinni fyrr, samkvæmt frétt á vef Túrista. Ferðaþjónusta velti samtals 1,6 þúsund milljörðum Bandaríkjadala í heiminum, um 180 þúsund milljörðum króna.

Ferðamönnum hefur ekki fjölgað jafn mikið milli ára síðan 2010, en þeir voru 84 milljónum fleiri í fyrra en árið áður. Mestur hlutfallslegur vöxtur var í Evrópu og Afríku.

Hlutur Kínverja í veltu ferðaþjónustunnar vex hratt, og er nú um fimmtungur heildarveltu. Frakkland er sem fyrr vinsælasti áfangastaðurinn með 83 milljón heimsækjendur, en Spánn og svo Bandaríkin vermdu næstu tvö sæti á eftir.

Þá kemur fram að ferðamönnum fjölgaði um 6% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samanborið við árið áður.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim