Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 51,2 milljarða króna og inn fyrir 64,9 milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 13,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Fyrstu tvo mánuði ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir 101,8 milljarða króna en inn fyrir 108,3 milljarða króna. Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 6,6 milljarða króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 9,9 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 16,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.