Útlit er fyrir að Icelandair auki framboð sitt á flugsætum til og frá Keflavíkurflugvelli um 14*% næsta sumar miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu ISAVIA um sumaráætlun á Keflarvíkurflugvelli sem tekur til tímabilsins frá byrjun apríl til loka októbermánaðar. Hins vegar gerir sumaráætlun Wow ráð fyrir að framboðið félagsins dragist saman um 44% næstu sumarvertíð. Framboð Icelandair eykst þá úr rúmum 3,5 milljónum sæta upp í tæpa fjórar milljónir. Framboð Wow fer úr 2,7 milljónum sæta niður 1,5 milljónir sæta.

Af öðrum félögum áformar EasyJet að minnka framboð sitt um 11%, British Airways um 23% og Norwegian um 14%. Hins vegar áætlar Wizz air að auka framboð sitt um 15%, SAS um 22% og Finnair um 10%.

Heildarframboð sæta til og frá Keflavíkurflugvelli mun dragast saman um 10% milli ára og fara úr 7,9 milljónum sæta niður í 7,1 milljón. Munar þar mestu um samdrátt til og frá Bandaríkjunum (29%) og Bretlandi (22%).