Samlagshlutafélagið Horn II var stofnað af Landsbréfum og á meðal annars 22% í Bláa lóninu. Hagnaður af rekstri félagsins árið 2015 var 1,389,5 milljarðar samanborið við 408 milljónir árið 2014.

Eigið fé félagsins í lok ársins nam 8,651 milljarði króna samanborið við 7,261 milljarð árið áður. Handbært fé félagsins í lok árs 2015

Árið 2015 átti Horn II 23,1% hlut í Fáfni Offshore, sem rekur þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn. Horn II átti einnig 60% hlut í Keahótelum í lok árs 2015 og 78,74% hlut í IF hf. Ísland.

Stærstu hluthafarnir í Horni II voru Gildi – lífeyrissjóður, sem átti 18,17% hlut í lok árs 2015, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem átti 18,17% hlut í Horni II í lok árs 2015, og Landsbankinn hf. sem átti 7,66% hlut í lok árs 2015.