*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 25. apríl 2018 15:27

1,4 milljarðar í Reitum færð niður

Fasteignafélagið Reitir lækkar skráð hlutafé sitt um 15 milljónir hluta, eða sem samsvarar 2% alls hlutafjár í félaginu.

Ritstjórn
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita hringdi inn viðskipti með bréf félagsins þegar það var skráð á Aðalmarkað kauphallarinnar.
Gígja Einarsdóttir

Skráð hlutafé Reita fasteignafélags hf. í kauphöll Nasdaq Iceland að nafnverði 15 milljóna króna verður fært niður frá og með morgundeginum.

Miðað við markaðsvirði bréfanna þegar þetta er skrifað, 92,80 krónur, er andvirði þeirra tæplega 1,4 milljarðar króna. Um er að ræða rétt rúmlega 2% alls hlutafjár í fyrirtækinu.

Eftir niðurfærsluna verður nafnverð útistandandi hlutabréfa Reita 706.356.201. Miðað við núverandi gengi er þá markaðsvirði félagsins ríflega 65,5 milljarðar króna.