*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 14. september 2018 09:23

1,5 milljarða afgangur hjá hinu opinbera

1,5 milljarða afgangur var á samanlögðum rekstri hins opinbera á öðrum ársfjórðungi, sem samsvarar 0,2% landsframleiðslu.

Ritstjórn

Samanlagður rekstur hins opinbera skilaði 1,5 milljarða króna afgangi á öðrum ársfjórðungi ársins, sem samsvarar 0,2% landsframleiðslu yfir tímabilið, að því er fram kemur í frétt á vef hagstofunnar.

Á sama tímabili í fyrra var 28,4 milljarða króna halli á rekstrinum, en hann skýrist öðru fremur af 35 milljarða króna tilfærslu frá sveitarfélögum til Brúar lífeyrissjóðs.

Heildartekjur hins opinbera jukust um 2,5% milli ára, og útgjöld drógust saman um 7,6%.

Þá er sagt frá því að vegna tafa á útgáfu Ríkisreiknings fyrir árið 2017, séu tölur fyrir 2017 enn bráðabirgðatölur. Útgáfunni Fjármál hins opinbera 2017 – endurskoðun, sem fyrirhuguð var samhliða ársfjórðungsútgáfunni í dag, hefur verið frestað til 13. desember næstkomandi.

Ennfremur er tekið fram að vegna breytinga á gagnaskilum í tengslum við innleiðingu laga um opinber fjármál, sé óvissa meiri nú en undir venjulegum kringumstæðum. Niðurstöður um fjármál hins opinbera á 2. ársfjórðungi eru því sagðar settar fram með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða vegna fyllri upplýsinga.

Stikkorð: Hagstofan
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim