Gengi bréfa Marel hefur hækkað um 2,04% það sem af er degi í kauphöllinni en viðskiptin með bréf félagsins hafa numið yfir 1.534 milljónum króna.

Þar af keypti félagið sjálft eigin bréf fyrir um 2.000.000 hluti á genginu 378,50 krónur, sem gerir um 757 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar. Viðskiptin koma til viðbótar við 3.000.000 hluta kaup á föstudag sem gerð voru á genginu 367,50 krónur. Þau viðskipti kostuðu ríflega 1,1 milljarð króna.

Eru viðskiptin gerð á grundvelli heimildar frá stjórn Marel hf. til stjórnenda um að kaupa hluti fyrir allt að 20 milljónir að nafnverði.