*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 13. nóvember 2014 07:39

15 milljarðar komnir í Hagvaxtarsjóð

Lagt er upp með að Hagvaxtarsjóður verði 30 milljarðar að stærð.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Það væri mikill kostur að sjóðurinn næði að verða öflugur þegar horft er til þeirra stóru verkefna sem hann þyrfti að takast á við. Við stefnum enn að því að hann verði 30 milljarðar,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, í samtali við Viðskiptamoggann.

Þar kemur fram að búið sé að tryggja vilyrði um hlutafjárloforð frá lífeyrissjóðum að fjárhæð um 15 milljarða króna vegna stofnunar framtakssjóðs sem hafi það hlutverk að ráðast í stórar fjárfestingar í ýmsum innviðum samfélagsins. Enn á eftir að ganga frá hlutafjárloforðum fyrir um 15 milljarða. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóður, sem eru tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðunum, hafa enn ekki gefið vilyrði fyrir þátttöku.

Þorkell segist fastlega reikna með því að sjóðurinn líti dagsins ljós á þessu ári.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim