Þeir tíu einstaklingar sem eiga mest innlán í íslenskum bönkum eiga samtals 2,4% af öllum innlánum einstaklinga hjá bankakerfinu. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans. 10 stærstu innistæðueigendurnir eiga samtals 15,4 milljarða króna innlán, eða að meðaltali 1,5 milljarða króna á mann.

Ekki kemur fram í tölum Seðlabankans hvað stærsti einstaki innstæðueigandinn á mikil innlán, en innstæður einstaklinga hjá bönkunum nema samtals 635 milljörðum króna.