Forsætisráðuneytinu hafa borist 15 umsóknir um embætti seðlabankastjóra sem auglýst var laust til umsóknar 20. febrúar sl. en frestur til umsóknar rann út á miðnætti 25. mars sl. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Sérstök hæfnisnefnd verður skipuð til þess að fara yfir umsóknirnar og meta hæfni þeirra, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra eru eftirtaldir:

  • Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóri
  • Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
  • Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands
  • Benedikt Jóhannesson, fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra
  • Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
  • Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
  • Gylfi Magnússon, dósent
  • Hannes Jóhannsson, hagfræðingur
  • Jón Daníelsson, prófessor
  • Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins
  • Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR og nefndarmaður í penintastefnunefnd SÍ.
  • Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
  • Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðs-, viðskipta- og fjarstýringar í Seðlabanka Íslands
  • Vilhjálmur Bjarnason, lektor
  • Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra

Frétt uppfærð. Fréttatilkynning barst frá forsætisráðuneytinu í laust fyrir klukkan 20, þar sem fram kemur að Katrín Ólafsdóttir hafi einnig sótt um. Svona hljóðar tilkynningin: „Forsætisráðuneytinu hafa borist 16 umsóknir um embætti seðlabankastjóra sem auglýst var laust til umsóknar 20. febrúar sl. en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 25. mars sl. Tölvupóstsvarnir Stjórnarráðsins komu í veg fyrir að ein umsókn, sem send var fyrir lok tímafrests, bærist forsætisráðuneytinu."