Heildarfjárfesting við bygging nýs hótels við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu gæti númið um 14 milljörðum króna. Stefnt er á að framkvæmdir hefjist á þessu ári og ljúki á fyrri hluta árs 2017, að því er fram kemur í viðtali fréttavefjar Morgunblaðsins, mbl.is , í dag í dag við þá Bala Kamallakharan fjárfesti, Tryggva Jónsson, framkvæmdastjóra mannvirkja hjá Mannviti, og Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt hjá T-Ark arkitektastofu. Þremenningarnir eru í forsvari fyrir Auro Investments, félagið sem er í eigu indverskra fjárfesta hjá Auro Investment Partners LLC, Mannvits og T-Ark.

Upphaflega hugmyndin að hótelin við Hörpu gekk út á um 30 þúsund fermetra hótel með 450 herbergjum. Tryggvi segir í samtali við mbl.is að þær hugmyndir hafi þótt of stórtækar og því ákveðið að minnka hótelið töluvert eða niður í 16.400 fermetra.

Hótelið verður með 250 herbergjum og 90 íbúðum auk verslana í þeim fimm byggingum sem verða reistar næst hótelinu. Þá verða í hótelinu 25 45 fermetra svítur. Þrjár svítur verða stærri en hin herbergin eða upp á 90 fermetra og ein forsetasvíta upp á 150 fermetra.