Eftirlitsaðilar í Evrópu eru með til skoðunar hvort Standard Chartered bankinn hafi brotið lög í tengslum við 1,4 milljarða dollara millifærslur, um 150 milljarða króna af reikningum viðskiptavina bankans frá eyjunni Guernsey til Singapúr í árslok 2015.

Í ársbyrjun 2016 tók nýr upplýsingaskiptasamningur gildi á eyjunni sem hefði þýtt að veita hefði þurft frekari upplýsinga um viðskiptavini bankans.

Tal skoðunar er hvort uppruni fésins á reikningunum hjá  Standard Chartered hafi ekki verið kannaður nægjanlega vel, en talið er að eigendur fésins hafi flestir verið frá Indónesíu, margir með tengsl við her landsins, er Bloomberg greinir frá. Efasemdir eru taldar hafa farið að  vakna hjá starfsmönnum bankans í Guernsey þegar einstaklingar sem einungis sögðust hafa nokkrar milljónir í árstekjur væru með milljarða króna inn á reikningum hjá bankanum, án þess að gripið hafi verið til sérstakra aðgerða af hálfu bankans.