Ríkisstjórn Íslands gaf út yfirlýsingu þann 6. október 2008 þess efnis að ríkið myndi tryggja innstæður hjá innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og hefur sú yfirlýsing verið ítrekuð mörgum sinnum síðan.

Þó að ríkisábyrgð á innstæðum hafi verið tekin fram í ríkisreikningi og greinargerð með fjárlagafrumvarpi hefur hún aldrei verið færð til bókar. Hennar hefur einungis verið getið í skýringum og neðanmálsgreinum.

Skýringin er væntanlega sú að ábyrgðin hefur aldrei verið lögfest. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi ársins 2015 eru innstæður með ríkisábyrgð sagðar nema um 1.600 milljörðum króna. Til samanburðar námu skráðar ríkisábyrgðir samtals um 1.200 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2015.

Á meðal fyrirtækja með skráða ríkisábyrgð er Landsvirkjun. Lánshæfismat Landsvirkjunar hjá Standard & Poor’s er það sama og lánshæfismat Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, eða BBB-.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .