Greining frá markaðsrannsóknarfyrirtækinu Svartagaldri leiðir í ljós að um 17% samdráttur var í október á leitum ferðamanna að ferðum til Íslands ef miðað er við október í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag .

Í október síðastliðnum voru leitirnar 397 þúsund þær voru 480 þúsund í október í fyrra.

Þór Matthíasson, þróunarstjóri Svartagaldurs segir að skýr tenging sé milli leitar að ferðum til Íslands og komu ferðamanna hingað til lands.