Á 12 mánaða tímabili frá mars 2016 til febrúar 2017 nam aflaverðmæti íslenskra skipa rúmum 118 milljörðum sem er 19,4% minna en á sama tímabili ári fyrr. Í því sambandi þarf að hafa í huga að sjómannaverkfall var í fimm vikur á síðara tímabilinu.

Aflaverðmætið í febrúar sl. var 5,8 milljarðar króna sem er 53,6% minna en í febrúar 2016. Mikill samdráttur í aflaverðmæti skýrist af verkfalli sjómanna sem var aflýst 19. febrúar.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.