*

þriðjudagur, 24. október 2017
Innlent 27. apríl 2017 10:50

1,9% verðbólga

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2017 er 442,1 stig og hækkaði hún um 0,5% frá fyrri mánuði.

Ritstjórn
Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkar um 2,6% sem hefur 0,49% áhrif á vísitöluna.
Haraldur Guðjónsson

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 1,8%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2017 er 442,1 stig og hækkaði hún um 0,5% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 389,2 stig og er óbreytt frá því í mars. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkar um 2,6% sem hefur 0,49% áhrif á vísitöluna.

„Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2017, sem er 442,1 stig, gildir til verðtryggingar í júní 2017. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.729 stig fyrir júní 2017,“ þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.