*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 19. apríl 2018 15:23

20 þúsund í gestastofuna í Kröflu

Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir að ferðamennska og virkjanastarfsemi þurfi ekki að vera andstæður.

Ísak Einar Rúnarsson
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Haraldur Guðjónsson

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir að umræða og ákvarðanir um vernd og nýtingu náttúrunnar sé jafnvægislist. „Þetta er mjög heitt umræðuefni en auðvitað er það þannig að það efast enginn um gildi hinna óbyggðu og ósnortnu víðerna. Þau hafa aðdráttarafl í sjálfu sér og stjórnvöld eru að kortleggja það hvað eigi að friða til þess að þau fái að njóta sín,“ segir Ragna.

Hún segir þó að ferðamennska og virkjanastarfsemi þurfi ekki að vera andstæður og bendir á að 20 þúsund manns hafi heimsótt gestastofu Landsvirkjunar í Kröflu í fyrra og um 200-300 þúsund manns farið um svæðið.

„Ég held að þetta sé samtal sem við Íslendingar þurfum að halda áfram að eiga. Hvað sé ósnortið og óbyggt. Við erum búin að vera með blómlegan landbúnað í þessu landi í aldanna rás. Þegar maður keyrir um sér maður allskonar tún og ummerki en komandi úr borginni finnst manni það kannski vera ósnortið þó það sé ekki alveg þannig við nánari skoðun. Samt sem áður má ekki gera lítið úr því að það eru stórkostleg víðerni sem eru ofboðslega falleg og það eru miklir straumar og stefnur í samfélaginu að vernda þau,“

Nánar er fjallað um málið í Orkublaðinu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.