Ráðning Dara Khosrowshahi sem forstjóra Uber gæti kostað fyrirtækið um 200 milljónir dollara samkvæmt frétt Bloomberg . Khosrowshahi sem hefur síðastliðin 12 ár starfað sem forstjóri bókunnarsíðunnar Expedia átti kauprétti að andvirði 184,4 milljóna dollara við lokun markaða á föstudag samkvæmt gögnum Bloomberg.

Venjan hefur verið sú að forstjórar sem þurfi gefa eftir kauprétti þegar þeir láta af störfum fá kauprétti hjá því fyrirtæki sem þeir eru ráðnir til. Ef árslaun og frekari kaupréttir Khosrowshahi er teknir með í reikningin mun ráðning hans að öllum líkindum kosta Uber vel yfir 200 milljónir dollara.

Þar sem Uber er ekki skráð á markað mun fyrirtækið ekki þurfa að tilkynna um hvernig launum og kaupréttum nýs forstjóra verður háttað. Upplýsingar um greiðslur til annara háttsettra stjórnenda innan fyrirtækisins og annara stjórnenda tæknifyrirtækja gefa þó ákveðnar vísbendingar um umfang ráðningarinnar.

Á síðasta ári veitti Uber, Anthony Lewandowski hlutafé að andvirði 250 milljóna dollara þegar hann gekk til liðs við fyrirtækið frá Alphabet, móðurfélagið Google. Upphæðin var gerð opinber þegar Alphabet höfðaði mál á hendur Uber vegna þjófnaðar á tækni við sjálfkeyrandi bíla.

Þá veitti Alphabet, Sundar Pichai hlutafé að andvirði 199 milljóna dollara þegar hann tók við stöðu forstjóra Google af Larry Page.

Eftir að tilkynnt var um ráðningu Khosrowshahi hefur gengi hlutabréfa Expedia lækkað um 4,3% í viðskiptum dagsins.