*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 3. ágúst 2018 11:20

200 milljóna króna viðsnúningur hjá Dohop

Hagnaður fyrirtækisins Dohop nam rétt rúmum 5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 204 milljóna króna tap árið á undan.

Ritstjórn
Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður fyrirtækisins Dohop nam rétt rúmum 5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 204 milljóna króna tap árið á undan. 

Rekstrartekjur Dohop námu 396 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 304 milljónir króna árið á undan. Eigið fé félagsins í árslok var 89,3 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi, þar af hlutafé 2,2 milljónir króna en það var hækkað um 151,4 milljónir króna á árinu 2017. 

Launakostnaður félagsins lækkaði milli ára eða úr 270 milljónum króna 2016 í 223 milljónir króna 2017. 

Ársverkum fyrirtækisins fækkaði úr 28 í 21,5 milli ára. Fram kemur í skýrslu stjórnar að lagt sé til að ekki verði greiddur út arður á þessu ári vegna ársins 2017. 

Tilgangur félagsins er að þróa og reka internetvef á sviði ferðaþjónustu. Fyrirtækið er að mestu leyti í eigu Vivaldi Íslands ehf., en það fer með 17,44% eignarhlut. Þá á Frosti Sigurjónsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður, 12,60% hlut í fyrirtækinu og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á 9,45% hlut. 

Stikkorð: Uppgjör Dohop
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim