Það sem af er þessum áratug hafa hlutabréf Domino´s keðjunnar í Bandaríkjunum hækkað meira í virði heldur en stærstu tæknifyrirtæki heims.

Fjárfesting í Domino´s í byrjun ársins 2010 hefði skilað 2.000% ávöxtun til dagsins í dag, sem er mun meiri ávöxtun en sambærileg fjárfesting í Amazon, Google, Facebook og Apple svo dæmi séu nefnd.

Alveg síðan Domino´s skipti út pizzuuppskrift sinni seint á árinu 2009, hefur gengi bréfa Domino´s hækkað meira en öll önnur bréf sem voru á markaði árið 2010 og eru á NYSE eða Nasdaq hlutabréfavísitölunum fyrir utan þrjú fyrirtæki af þessum 2.300 fyrirtækjum.

Einu fyrirtækin sem hafa hækkað meira í virði á tímabilinu eru tvö fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum, Accelerate Diagnostics og Acadia Pharmaceuticals og Patrick Industries, sem framleiðir húsgögn og byggingarefni.