Marissa Mayer hættir hjá Yahoo í kjölfar yfirtöku Verizon á Yahoo. Hún fær þó 23 milljóna dollara eða því sem nemur 2,5 milljarða starfslokagreiðslu frá fyrirtækinu að því er kemur fram í frétt CNN Money um málið. Starfslokasamningurinn er þó háður því skilyrði að salan á Yahoo gangi í gegn og að Mayer verði sagt upp án haldbærra skýringa.

Mayer hefur hagnast um 150 milljónir dollara frá því að hún tók við stjórnartaumunum hjá Yahoo árið 2012. Í kjölfar þess að Verizon tók yfir kjarnastarfsemi Yahoo, þá verður Yahoo fjárfestingafélag vegna hlutar sín sí Alibaba. Fyrirtækið fær nýtt nafn, Altaba, og mun Thomas McInerney, stjórnarmaður hjá Yahoo taka við forstjórastöðunni.

Bandaríska fyrirtækið Verizon keypti hluta í Yahoo sem snýr að kjarnastarfsemi á 4,48 milljarða dollara eða því sem samsvarar 496 milljörðum íslenskra króna. Verizon borgaði 350 milljónum minna en upprunalega var samið um fyrir kjarnastarfsemina.