76,8% Íslendinga eru andvígir því að neysla kannabisefna hérlendis verði gerð lögleg. Ný könnun MMR leiðir þetta í ljós. Þá eru rétt rúmlega 23% frekar eða mjög fylgjandi lögleiðingu efnanna.

Mikill munur er á afstöðu aðspurðra þegar tekið er tillit til breytna eins og aldurs, kyns og stjórnmálaskoðunum. Þá eru 31,1% karlmanna fylgjandi en aðeins 15,1% kvenna. Stuðningur við lögleiðingu er þá nánast beint línulegt fall af aldri, en hann fer snarplega lækkandi með aldri aðspurðra.

Þá eru kjósendur Pírata langlíkegastir til að styðja lögleiðingu, eða 44,7%, meðan kjósendur Framsóknar og Samfylkingar mælast áberandi lægstir eða í 10,49% og 11,8% í þessari röð.

Þá er stuðningur við lögleiðingu almennt meiri því tekjulægra sem fólk er, en mestur er stuðningurinn meðal fólks sem er með 250-399 þúsund krónur á mánuði en minnstur meðal fólks sem er með 400-599 þúsund á mánuði. 19,6% þeirra sem eru með milljón eða meira á mánuði styðja þá lögleiðingu.