Mælistika fréttaveitu Bloomberg gefur tölfræðilegar ástæður fyrir því hversu líklegt það er að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Eins og stendur eru líkurnar á útgöngu rétt um 24%.

Vandræðagangur David Cameron yfir eigum föður síns í aflandsfélögum og sala Tata-stálverksmiðjunnar virðist ekki hafa haft sérstök áhrif á skoðun aðspurðra varðandi Brexit-málið svokallaða.

Þá mun Jeremy Corbyn, leiðtogi verkamannaflokksins þar í landi, flytja erindi til stuðnings viðveru Bretlands í Evrópusambandinu í dag - en búist er við að erindið verði ekki mjög afgerandi í stöðu sinni með viðverunni.

Hættan á því að Bretland yfirgefi sambandið hefur haft markandi áhrif á fjármálamarkaði þar í landi. Pundið hefur veikst talsvert fram í tímann, þar eð fjárfestar snúa sér fremur að afleiðuviðskiptum en gjaldmiðlaviðskiptum. Kosið verður um Brexit þann 23. júní næstkomandi.