Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq hækkaði um 0,10% í viðskiptum dagsins. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,04%. Óverðtryggð skuldabréfavísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,01% en verðtryggða vísitalan lækkaði um 0,04%.

Heildarvelta á mörkuðum nam tæplega 2,5 milljörðum króna. Þar af var velta með hlutabréf 688,9 milljónir og velta með skuldabréf nam 1,8 milljörðum. Mest var veltan með hlutabréf í Högum.

Mest hækkun var á gengi bréfa í Högum, eða 0,55% í 233,6 milljón króna viðskiptum. Mest lækkun var á gengi bréfa í Reitum fasteignafélagi, eða 0,84% í 61,5 milljón króna viðskiptum.

Í verðtryggðum skuldabréfum hækkuðu bréf Íbúðalánasjóðs, HFF 24 0215, um 0,24% í 41,1 milljóna króna viðskiptum. Í óverðtryggðum bréfum hækkaði ríkisbréfaflokkurinn RIKB 17 0615 um 0,02% í 1,3 milljarða króna viðskiptum.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag um 0,01% í 1,2 milljarða króna viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% en skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,06%.