Samfélagsmiðillinn Facebook kynnti þjónustuna Internet.org fyrir heiminum árið 2013. Hún fólst í því að fyrirtækið myndi veita fólki á tilteknum stöðum með lélegt internetsamband fría nettengingu.

Síðan þá hefur verkefnið stækkað og stöðunum sem boðið er upp á þjónustuna fjölgað. Einnig hefur nafið Free Basics verið tekið upp. Rúmlega 25 milljón manns nota Free Basics nú til dags. Þetta kom fram á F8 ráðstefnu Facebook í gær, þar sem ýmislegt var kynnt til sögunnar.

Rétt um það bil 1,7% íbúa þeirra þjóða hvar boðið er upp á þjónustuna notfæra sér hana. Þá var þjónustan til að mynda bönnuð í Indlandi, hvar býr meira en milljarður manns.