Atvinnuleysi á fjórða ársfjórðungi ársins 2016 var 2,5%. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands . Atvinnuþátttaka mældist 83% og hlutfall starfandi mældist 80,9%.

Á fjórða ársfjórðungi 2016 voru að jafnaði 196.700 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 191.700 starfandi og 5.000 án vinnu og í atvinnuleit.

Atvinnuleysi meðal kvenna var 2,7% og atvinnuleysi meðal karla var 2,4%. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var 2,8$ og utan þess var atvinnuleysið 2%.

Langtímaatvinnuleysi 7%

„Á fjórða ársfjórðungi 2016 höfðu 300 manns verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur samanborið við 900 manns á fjórða ársfjórðungi 2015. Langtímaatvinnuleysi, sem hlutfall af heildarfjölda atvinnulausra var 7% samanborið við 15,5% á sama tíma fyrir ári. Ef hlutfallið er tekið af öllum á vinnumarkaði þá voru 0,2% langtímaatvinnulausir samanborið við 0,5% árið áður. Leita þarf aftur til loka ársins 2008 til þess að sjá viðlíka mælingu á fjölda langtímaatvinnulausra,“ er tekið fram í fréttinni.