Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,50% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu rúmlega 1,3 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,12% og stendur því í 1.365,46 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 26,6 milljörðum króna. Það eru óvenjulega mikil viðskipti en ríkissjóður keypti upp ríkisbréf í flokki RIKH 18 bréfum.

Marel hækkaði mest í 236 milljón króna viðskiptum eða um 1,32%. Bréf félagsins stóðu því í 344,5 krónum við lokun markaða. Þá hækkaði Síminn um 072% í 126 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins stóðu í 4,21 krónu í lok dags.

Mest lækkuðu bréf VÍS eða um 1,64% í 103 milljón króna viðskiptum en lokagengi bréfa tryggingafélagsins var 11,96. Þá lækkuðu bréf Haga næst mest eða um 1,47% í viðskiptum upp á 199 milljónir en bréf félagsins stóðu í 36,75 krónum við lok dags.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,30 % í dag í 1,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,11% í 6,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,03% í 0,4 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,39 % í ríflega 6,4 milljarða viðskiptum.