Greiningarfyrirtækið IFS Greining metur virði bréfa Marel á 456,5 krónur á hlut samkvæmt verðmati sem greiningarfyrirtækið gaf út á dögunum. Það samsvarar því að heildarvirði félagsins sé um 267 milljarðar króna. Mat IFS er um 18% hærra en sem nemur markaðsvirði bréfanna við lokun markaða þann 4. júlí. Þá hækkar IFS verðmat sitt um 14 krónur frá síðasta mati.

Samkvæmt greiningarfyrirtækinu skýrist hærra verðmat af góðri afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi, lægri rekstrarkostnaði, góðri stöðu á pantanabók félagsins auk þess sem veginn meðaltalsfjármagnskostnaður lækkar um 0,12 prósentustig frá síðasta verðmati. Í afkomuspá fyrir annan ársfjórðung gerir IFS ráð fyrir að hagnaður félagsins muni nema um 28 milljónum evra.