CB Holding, eignarhaldsfélag sem áður var í eigu ALMC (áður Straumur-Burðarás), seldi 10% hlut sinn í enska knattspyrnuliðinu West Ham United fyrir 27 milljónir punda eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna í október síðastliðnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

CB Holding, sem eins og áður segir var í eigu Straums var félags sem tók yfir eignarhlut Björgólfs Guðmundssonar í West Ham árið 2009. Núverandi eigendur Lundúnaliðsins þeir David Gold og David Sullivan keyptu 60% hlut í félaginu árið 2010 og 25% til viðbótar árið 2013. Það var hins vegar Tripp Smith, framkvæmdastjóri Blackstone fjárfestingarsjóðsins sem keypti síðustu 10%.

Árið 2006 fjárfesti Björgólfur Guðmundsson í 95% hlut í West Ham. Nam heildarkaupverðið um 117 milljónum punda.