Sala á nýjum bílum frá 1. janúar–28 febrúar síðastliðnum jókst um 13,6% en nýskráðir  fólksbílar á þessu tímabili voru 2576 stykki á móti 2267 stykkjum í sama mánuði árið 2016 eða aukning um 309 bíla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Mest var aukningin í sölu bíla til einstaklinga og fyrirtækja eða tæplega 75% af heildarnýskráningum. BL ehf. er með flesta nýskráða bíla á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins eða 737 bíla og Brimborg kemur þar á eftir með 425 bíla.

Mest selda bílategundin á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins er Toyota með 390 selda bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia með 346 bíla. Vinsælasti liturinn á bílum á fyrstu tveimur mánuðum ársins er hvítur en af heildarskráningum eru 573 hvítir bílar segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.