Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9% í ágúst 2016, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands .

Þar kom einnig fram að rúmlega 205 þúsund manns voru á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði ágúst, sem jafngildir 85,9% atvinnuþátttöku.

Af þeim einstaklingum voru rúmlega 199 þúsund starfandi og 6 þúsund án atvinnu og í atvinnuleit.

Þegar ágúst 2016 var borinn saman við ágúst 2015 var ljóst að atvinnuþátttakan jókst um 1,6%. Fjöldi starfandi einstaklinga jókst um tæplega 12 þúsund. Atvinnulausum fækkaði um 1.200 milli ára og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 0,8%.