Í úttekt Viðskiptablaðsins á eignum 170 ríkra Íslendinga kemur fram að samtals nema eignir hópsins rúmlega 128 milljörðum íslenskra króna. Er þá bæði litið til greidds auðlegar- og viðbótarauðlegðarskatts.

Þessir 170 einstaklingar greiða samtals rúmar 938 milljónir króna í auðlegðarskatt (að undanskildum greiddum viðbótarauðlegðarskatti). Að þessu sinni er 5.212 einstaklingum gert að greiða auðlegðarskatt og eru það því um 1,6% þjóðarinnar, miðað við tölur Hagstofu í upphafi þessa árs. Samtals innheimtir ríkið 5,6 milljarða króna í auðlegðarskatt.

Miðað við útreikninga Viðskiptablaðsins er því ljóst að þessir 170 einstaklingar, eða 3,26% þess hóps sem greiðir auðlegðarskatt, greiða alls 16,8% þess auðlegðarskatts sem ríkissjóður innheimtir.

Nánar er fjallað um íslenska auðmenn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.