„Þetta er með því skrýtnara sem ég hef séð. Skuldir félagsins námu auðvitað mörgum milljörðum króna,“ segir Sveinn Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri þrotabúsins Ab 160 ehf.

Félagið, sem upphaflega hét Samson Partners-Properties 1 ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan síðasta mánuð. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samtals námu 33 krónum. Samson Properties ehf., fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga, átti 54% hlut í félaginu, samkvæmt ársreikningi þess fyrir árið 2007. Þá átti Straumur – Burðarás 35% og B28 Holding 11% hlut.

„Tveimur kröfum var lýst í búið. Annars vegar þessi 33 króna krafa, sem kom frá skattinum, og hins vegar krafa frá endurskoðanda sem síðar var dregin til baka. Fyrri krafan stóð því ein eftir,“ segir Sveinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Nýtt frumvarp um ársreikninga heimilar slit á félögum.
  • Mikill viðsnúningur varð í rekstri Fjarðalax í fyrra.
  • Há arðsemi jarðbaða vekur eftirtekt.
  • Raungengi krónunnar styrkist hratt um þessar mundir.
  • Afnám afsláttar bílaleiga af vörugjöldum kemur forstjóra Bílaleigu Akureyrar á óvart.
  • Forstjóri Landsvirkjunar segir að sæstrengur myndi minnka líkur á orkuskerðingu.
  • Peningastefnunefnd bandaríska seðlabankans tekur mikilvæga ákvörðun á morgun.
  • Helgi Hrafn Gunnarsson, formaður Pírata, er í ítarlegu viðtali.
  • Svipmynd er dregin af Guðmundu Ósk Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs 365.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um viðskiptabann á Ísrael.
  • Óðinn fjallar um Samherjamálið og Seðlabankann.