*

fimmtudagur, 24. janúar 2019
Innlent 15. júlí 2018 14:06

33 þúsund erlendir starfsmenn

Fjöldi erlendra starfsmanna hefur aukist töluvert á milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru um 33 þúsund erlendir starfsmenn á innlendum vinnumarkaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur aukist milli ára. Hlutfall erlendra starfsmanna var um 17,5% af vinnandi fólki á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en var 15,1% á fyrsta ársfjórðungi 2017.

Þá kemur einnig fram í frétt Rúv að á síðustu þremur árum hafi störfum fjölgað um 17 þúsund. Þessari auknu eftirspurn eftir vinnuafli hefur að mestu verið mætt með því að útlendingar hafa flust hingað til lands til til að starfa. Auk þess hefur fjöldi starfsfólks sem starfsmannaleigur hafa á sínum snærum aukist úr 300 árið 2016 í um 1.500 í ár.