*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 22. maí 2017 19:15

36% lækkun undir Fields

Gengi hlutabréfa Ford Inc. hefur lækkað um 36% undir stjórn Mark Fields.

Ritstjórn
Mark Fields, fyrrum forstjóri Ford
european pressphoto agency

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá hefur Mark Fields verið tekinn úr forstjórastólnum hjá bílaframleiðandanum Ford.

Fjárfestar virðast hafa tekið fréttunum fagnandi, því gengi bréfanna hækkaði um tæp 2% í dag.

Breytingarnar má rekja til óánægju fjárfesta, en frá því að Fields tók við árið 2014 hefur gengi bréfanna lækkað um nær 36%.

Á sama tíma hefur General Motors lækkað um 13%, en S&P500 hækkað um 22%.

Miklar vonir eru bundnar við Jim Hackett, sem mun taka við taumunum, en hann er 62 ára gamall og hefur gengt forstjórastöðu Steelcase Inc.

Stikkorð: Markaðir Ford Fields
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim