Ársreikningur Eikar fasteignafélagsins hf. 2016 birtist í dag eftir lokun markaða.

Samkvæmt ársreikningnum námu rekstrartekjur félagsins alls 6.746 milljónum króna. Leigutekjur ársins námu alls 5.651 milljónum króna.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 4.501 milljónum króna, en heildarhagnaðurinn nam alls 3.647 milljónum króna.

Handbært fé frá rekstri nam í lok árs alls 2.681 milljónum króna. Bókfært virði fjárfestingareigna nam þá tæplega 73 milljörðum króna, en þá voru eignir til eigin nota alls 3.712 milljónir króna.

Matsbreytingar voru alls jákvæðar á árinu um 2.514 milljónir króna. Vaxtaberandi skuldir námu alls 47 milljörðum króna.

Eiginfjárhlutfall félagsins 33,1% og þá var hagnaður á hlut alls 1,06 krónur.

Stjórn Eikar hefur lagt til að greiddur verði út arður sem nemur alls 930 milljónum, eða 0,27 krónum á hlut.