Google í Bretlandi greiddi 36,4 milljónir punda í fyrirtækjaskatt á síðasta ári. Greint er frá málinu á heimasíðu BBC.

Tekjur félagsins námu þá í Bretlandi rétt rúmum milljarði punda og nam hagnaður félagsins 149 milljónum punda.

Google hefur verið að stækka við sig og skapaði um 600 ný störf í Bretlandi í fyrra og því starfa nú um 3000 einstaklingar hjá félaginu.

Google hefur þó verið gagnrýnt af vinstri vængnum í Bretlandi fyrir að greiða ekki nóg til samfélagsins.

Samkvæmt ársreikning Alphabet, móðurfélags Google, námu tekjur Google í Bretlandi um 6 milljörðum punda.

Samkvæmt ársreikningum félagsins í Bretlandi, námu tekjurnar þó aðeins 1 milljarði.

Google notfærir sér Írland, eins og mörg önnur alþjóðleg fyrirtæki, til þess að draga úr greiðslum til hins opinbera.