Mark Zuckerberg svipti hulunni af nýrri tækni í myndböndum Facebook - 360 gráðu myndefni.

Það virkar þannig að meðan myndbandið spilast getur áhorfandinn dregið skjáinn um með músinni og þannig litið í kringum sig í upptökuheimi myndbandsins.

Þannig færist ný vídd í efnið, og það færist aðeins nær því að verða að eins konar sýndarveruleika í fyrstu persónu.

Myndbandið sem Zuckerberg deildi var af norður-kóreskri skrúðgöngu, en einnig hefur verið gert sérstakt kynningarmyndband fyrir nýjustu Star Wars myndina 'The Force Awakens' . Smellið á hlekkina til að horfa og prófa nýju tæknina.