*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 22. september 2018 16:37

360 milljóna króna tap

Eignarhaldsfélagið Green Highlander ehf., sem rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði, tapaði tæplega 360 milljónum króna á síðasta rekstrarári.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Eignarhaldsfélagið Green Highlander ehf., sem rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði, tapaði tæplega 360 milljónum króna á síðasta rekstrarári, sem var fyrsta heila rekstrarár fyrirtækisins, samanborið við 233 milljóna króna tap árið áður.

Rekstrartekjur félagsins námu 313,1 milljón króna samanborið við 177,5 milljónir króna árið á undan. Eignir hótelsins námu 344,5 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé félagsins var neikvætt um 662,8 milljónir króna. Laun og launatengd gjöld námu 315,1 milljón króna, en að meðaltali voru 15 stöðugildi hjá félaginu á síðasta ári.

Félagið er alfarið í eigu Sun Ray Shadow í gegnum félagið Blue Elver hf.

Stikkorð: Deplar Farm