Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill fá Washington til þess að skera niður um 3600 milljarða dollara í rekstri hins opinbera.

Um er að ræða vægast sagt umfangsmiklar breytingar á fjárlögum. Stærsti liðurinn snýr að heilbrigðisþjónustu, en þar á að skera niður um 800 milljarða dala.

Ólíklegt er að fjárlögin fari í gegn í núverandi mynd, jafnvel þótt að Repúblikanar eigi meirihluta sæta á Þinginu.

Þó er ekki bara um eintóman niðurskurð að ræða, heldur á að auka útgjöld til varnarmála verulega. 1,6 milljarðar dala eiga svo að fara í það að hefjast handa við að byggja vegg við landamæri Mexíkó.