*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 19. desember 2012 13:02

365 sleppur við sekt en fær skammir í hattinn

Ný ríkisstofnun, Fjölmiðlanefnd, telur 365 hafa brotið gegn lögum með því að sýna ákveðnar kvikmyndir of snemma að kvöldi til.

Ritstjórn
Skjáskot úr kvikmyndinni Hot Tub Time Machine, sem sýnd var of snemma að kvöldi til skv. ákvörðun nýrrar ríkisstofnunar.

Fjölmiðlanefnd, ný ríkisstofnun sem hefur eftirlit með fjölmiðlum hér á landi, telur 365 hafa brotið gegn lögum með því sýna kvikmyndir sem telja má að séu ekki ætlar aldurshópum yngri en 12 ára of snemma að kvöldi til.

Hér er um að ræða kvikmyndina Get Him To The Greek sem sýnd var á Stöð 2 laugardaginn 20. október upp úr kl. 20.30 að kvöldi til, og hins vegar kvikmyndina Hot Tub Time Machine sem sýnd var á Stöð 2 Bíó þriðjudaginn 23. október sem hófst á svipuðum tíma.

Á vef ríkisstofnunarinnar kemur fram að dagana 20. – 23. október hafi stofnunin fylgst með dagskrá allra myndmiðla til að kanna hvort efni væri miðlað sem ekki gæti talist við hæfi barna fyrir kl. 21 á kvöldin virka daga og fyrir kl. 22 um helgar.

Niðurstaða stofnunarinnar var skv. fyrrgreindu, þ.e. að 365 hefði brotið gegn lögum með því að sýna fyrrnefndar myndir of snemma að kvöldi til. Hins vegar ákvað ríkisstofnunin að falla frá sektarákvæðum í báðum málunum.

Stikkorð: 365 365 miðlar Fjölmiðlanefnd