*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 11. október 2018 19:04

39 milljarða afgangur í fyrra

39 milljarða afgangur var af rekstri ríkisins í fyrra, samkvæmt nýbirtu uppgjöri ríkisreiknings.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vísbendingar um að hámarki hagsveiflunnar sé náð.
Haraldur Guðjónsson

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2017 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Samkvæmt ríkisreikningi var rekstrarafkoman jákvæð um 39 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins.

Tekjur námu samtals 783 milljörðum og rekstrargjöld 711 milljörðum. Hrein fjármagnsgjöld voru neikvæð um 74 milljarða, en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 40 milljarða.

„Efnahagslíf undanfarinna ára hefur einkennst af þróttmiklum vexti og verulega bættum rekstri ríkissjóðs. Nú eru hins vegar vísbendingar um að hámarki vaxtar sé náð og að þjóðarbúskapurinn leiti nýs jafnvægis eftir miklar sveiflur undangenginna ára. Staða ríkissjóðs er sterk og viðnámsþróttur ríkisfjármálanna hefur aukist í kjölfar markvissrar skuldalækkunar og hagvaxtar. Þrátt fyrir góða stöðu ríkissjóðs er mikilvægt að áfram verði festa og varfærni í stjórn opinberra fjármála. Útgjöld ríkisins hafa aukist nokkuð á liðnum árum í takt við bættan hag ríkissjóðs en ljóst er að útgjaldavöxturinn getur til framtíðar ekki orðið eins mikill og hann hefur verið undanfarin ár,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra um niðurstöður ríkisreiknings.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim