*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 1. júlí 2016 16:17

40 milljarða fjárfestingarheimild

Lífeyrissjóðir og aðrir umsjáraðilar lífeyrissparnaðar hafa hlotið heimild frá Seðlabankanum til aukinnar fjárfestingar erlendis.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Seðlabanki Íslands hefur veitt lífeyrissjóðum og öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til fjárfestingar í erlendum gjaldeyri.

Samanlagt nemur heimildin a.m.k. 40 milljörðum króna en hún gildir til loka september. Frá miðju síðasta ári til loka júní í ár hefur lífeyrissjóðunum verið veitt heimild til erlendrar fjárfestingar alls að fjárhæð 40 milljarða króna.

Í tilkynningu frá bankanum segir að gjaldeyrisinnstreymi það sem af er þessu ári, ásamt minni óvissu um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af aflandskrónaútboði og nauðasamningum slitabúa, hafi skapað svigrúm til frekari fjárfestingar í erlendum gjaldeyri.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim