Borgarráð samþykkti í gær að verja 450 milljónum til kaupa á allt að 25 smáhýsum sem liður í aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks, en kaupin eru hluti af skaðaminnkunarverkefninu „Húsnæði fyrst (Housing first)“. Þá var samþykkt að auka stuðning við Félagsbústaði um 50-75 milljónir vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði. Smáhýsa.

Borgarsjóður mun veita sérstök fjárframlög til að byggja fleiri leiguíbúðir umfram það sem þegar er gert, bæði að hálfu ríkis og borgar. Stuðningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018 og felur í sér 50-75 milljón króna hækkun á framlögum til uppbyggingar félagslegs húsnæðis.

Ákveðið var að biðla til ráðherra um að afnema fjármagnstekjuskatt af lánum sem borgarsjóður veitir Félagsbústöðum. Á þessu ári gerir borgin ráð fyrir að leiguíbúðum Félagsbústaða fjölgi um 100 íbúðir.